JG múr var stofnað í lok árs 2015 af Jóhanni Óla Gunnbjörnssyni, múrarameistara. Jóhann hóf ungur að aldri að starfa í faginu og hefur því aflað sér viðamikilli reynslu.
Hjá JG múr starfar fjölbreyttur og samhentur hópur sérfræðinga með áratugalanga reynslu. JG múr leggur sérstaka áherslu á að veita faglega og sérsniðna þjónustu, bæði til einstaklinga og fyrirtækja. JG múr hefur sinnt mjög fjölbreyttum verkefnum með góðum árangri.
Okkar Markmið
Við leggjum áherslu á öryggi, að skila verkum okkar á settum tíma og langtímasambönd við viðskiptavini skiptir okkur hjá JG múr miklu máli og því metum við hvert og eitt verkefni sérstaklega út frá þörfum hvers og eins.
Við státum okkur af að búa yfir besta tækjabúnaði og verkfærum sem völ er á hverju sinni.
Hvaða verk sem þig vantar að láta framkvæma, þá hvetjum við þig til þess að heyra í okkur.